Gasmengun á Vesturlandi

Blágræna svæðið sýnir hvar líkur eru á mengun frá eldgosinu …
Blágræna svæðið sýnir hvar líkur eru á mengun frá eldgosinu í dag. Af vef Veðurstofu Íslands

Í dag er spáð austanstormi og því má búast við gasmengun fyrir vestan eldstöðvarnar í Holuhrauni, á svæðinu frá Hvalfirði í suðri og norður á Barðaströnd og í Hrútafjörð, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands. 

Á morgun, laugardag, er spáð fremur hægri austlægri átt og má búast við gasmengun norðvestur og vestur af eldstöðvunum, frá Eyjafirði yfir Hamarsfjörð og allt suður að Reykjanesi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert