Í dag er spáð austanstormi og því má búast við gasmengun fyrir vestan eldstöðvarnar í Holuhrauni, á svæðinu frá Hvalfirði í suðri og norður á Barðaströnd og í Hrútafjörð, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands.
Á morgun, laugardag, er spáð fremur hægri austlægri átt og má búast við gasmengun norðvestur og vestur af eldstöðvunum, frá Eyjafirði yfir Hamarsfjörð og allt suður að Reykjanesi.