Talsvert af erindum hefur borist Bílastæðasjóði Reykjavíkur frá íbúum nálægt Borgartúni vegna bílastæðamála í hverfinu.
Svo virðist sem þeir sem vinna hjá fyrirtækjum í Borgartúni séu farnir að leggja í íbúðahverfum í nágrenninu til að sleppa við gjaldheimtu, meðal annars við Höfðatorg.
Vegna þessa íhugar Reykjavíkurborg nú að setja upp gjaldmælalaust gjaldsvæði í götunum við Borgartún, en það eru Miðtún, Samtún, Hátún og upp að Nóatúni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.