Án heimilis á morgun

Með búslóðina í kössum. Ástríður Erlendsdóttir er að leita að …
Með búslóðina í kössum. Ástríður Erlendsdóttir er að leita að framtíðarhúsnæði til leigu fyrir fjölskyldu sína. Ljósmynd/Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Ein­stæð fjög­urra barna móðir í Reykja­nes­bæ seg­ist munu fara á göt­una á morg­un þegar henni verður gert að fara með fjöl­skyld­una úr leigu­íbúð. Sök­um þess að kon­an er á van­skila­skrá kem­ur hún ekki til greina sem leigutaki hjá Íbúðalána­sjóði (ÍLS).

Fjöl­skyld­an hef­ur búið í leigu­íbúð í eigu Búmanna, fé­lags sem leig­ir út fast­eign­ir fyr­ir 55 ára og eldri, síðan 1. nóv­em­ber í fyrra­haust.

Örorku­bæt­ur einu bæt­urn­ar

Kon­an heit­ir Ástríður Er­lends­dótt­ir og er 55 ára. Hún er ör­yrki og hef­ur eng­ar aðrar tekj­ur en ör­orku­bæt­ur. Börn­in henn­ar, tveir strák­ar og tvær stúlk­ur, eru um tví­tugt og eru tvö þeirra að fara að flytja í bráðabirgðahús­næði.

Ástríður seg­ist hafa átt erfitt með að standa und­ir leig­unni hjá Búmönn­um. Hún skuld­ar fé­lag­inu þriggja mánaða leigu. „Leig­an er svo há. Hún var 160 þúsund krón­ur á mánuði í upp­hafi en hef­ur síðan hækkað vegna vísi­tölu­trygg­ing­ar. Það er erfitt að borga svo háa leigu. Ég er aðeins með ör­orku­bæt­ur. Þær eru 179 þúsund krón­ur. Þar kom að ég gat ekki leng­ur borgað leig­una. Bú­menn inn­leystu þá trygg­ingu sem var gerð við upp­haf leigu­tíma og tóku hana upp í ógreidda leigu. Ég skulda aðeins hita­veitu og raf­magn en reyni að standa í skil­um með það. Ég spurðist fyr­ir um það hjá Búmönn­um hvort við mætt­um vera hér í fá­eina daga eða vik­ur leng­ur. Svarið var að það væri ekki hægt.“

Ekki staðið við lof­orð

Ástríður bjó áður í íbúð í Reykja­nes­bæ sem hún leigði á al­menn­um markaði. „Við stóðum í þeirri trú að við mynd­um fá að kaupa þá íbúð. Það var ekki staðið við það. Við feng­um til­kynn­ingu um að rýma íbúðina. Ég var hins veg­ar um kyrrt í tvo mánuði, sagði að ég myndi ekki fara á göt­una með fjóra ung­linga. Í kjöl­farið fékk ég inni hjá Búmönn­um.“

„Maður ger­ir oft mis­tök“

Fjár­mál Ástríðar fóru úr skorðum á síðasta ára­tug og hef­ur hún verið á van­skila­skrá í átta ár. Hún er hrein­skil­in og seg­ist hafa hrasað, meðal ann­ars hallað sér að flösk­unni.

„Maður ger­ir oft mis­tök. Það er bara þannig. Ég er ekki í góðum mál­um. Mamma hef­ur aðstoðað okk­ur stund­um. Hún er orðin full­orðin kona. Manni finnst það mjög leiðin­legt. Hún á nóg með sig.“

Ástríður seg­ir fjöl­skyld­una leita að framtíðar­hús­næði til leigu.

„Við höf­um leitað út um allt en fáum hvergi leigt í Reykja­nes­bæ þrátt fyr­ir all­ar þess­ar tómu íbúðir. Það eru marg­ir um­sækj­end­ur um hverja íbúð. Þeir sem sækja um leigu­íbúðir hjá Íbúðalána­sjóði mega ekki vera á van­skila­skrá. Maður er orðinn mjög þreytt­ur á þessu. En ég fer ekki á göt­una með börn­in mín,“ seg­ir Ástríður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert