Slash á sitt eigið tilfinningatákn

Slash er á leið til landsins.
Slash er á leið til landsins. mbl.is/Travis Shinn

Gít­argoðið Slash er hæfi­leika­rík­ur teikn­ari og á sitt eigið til­finn­inga­tákn (e. emoticon) sem hann fann uppá sjálf­ur sem lít­ur svona út: iiii]; )’

„Þetta er bara eitt­hvað sem mér datt í hug,“ seg­ir hann en það geta fæst­ir státað af þessu. Slash er líka auðþekkj­an­leg­ur með pípu­hatt­inn og síga­rett­una í munn­vik­inu þó hann hafi nú lagt hana frá sér.

„Ég stunda þetta ekki í raun, aðallega því að teiknilist­in er ekki eitt­hvað sem ég stunda sem áhuga­mál. Þetta er samt hæfi­leiki sem ég fædd­ist með en ég ætlaði mér aldrei að gera fer­il úr því. Ég teikna og hef gam­an af því og geri það þegar mig lang­ar til þess. Mig lang­ar ekki til þess að verða listamaður og æfi mig ekki þannig séð.“

Ekki breyst í heilsu­frík

Hann hef­ur verið edrú síðustu ár „Aug­ljós­lega eyði ég meiri tíma í vinnu en áður. En hvað varðar lífs­stíl­inn þá finn­urðu aðra hluti til að fylla upp í tím­ann sem þú eydd­ir í að drekka og nota heróín. Það er meiri skýr­leiki. En það eru líka marg­ir hlut­ir sem breyt­ast ekki.“

Hef­urðu tekið upp ein­hverja sér­stak­lega heilsu­sam­lega vana í stað gömlu van­anna?

„Aðallega að semja tónlist í meira mæli. Ég er ekki orðinn neitt heilsu­frík. Ég er ekki staðráðinn í því að stunda ein­hverja sjálfs­vernd­un,“ seg­ir hann sem ætti ekki að koma á óvart frá manni sem hef­ur sent frá sér plötu sem heit­ir App­e­tite for Destructi­on.

Slash er í viðtali við Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins um helg­ina. Í viðtal­inu kem­ur fram að hann minn­ir að hafa spilað á Íslandi með Guns N' Roses á tí­unda ára­tug­in­um. Þó það hafi því miður ekki gerst spil­ar Slash ásamt My­les Kenn­e­dy and the Con­spirators í Laug­ar­dals­höll laug­ar­dag­inn 6. des­em­ber.

Hljómsveitin Slash featuring Myles Kennedy and the Conspirators.
Hljóm­sveit­in Slash featur­ing My­les Kenn­e­dy and the Con­spirators. mbl.is/​Tra­vis Shinn
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert