MMR kannaði á dögunum hversu fylgjandi eða andvígt fólk væri að leyfa rekstur spilavíta á Íslandi.
Líkt og í fyrri könnunum var meirihlutinn andvígur þeirri hugmynd að leyfa rekstur spilavíta á Íslandi. Hlutfall þeirra sem voru andvígir er sambærilegt og það var í júlí 2011. Þannig sögðust 68,6% vera andvígir nú, borið saman við 69,3% í júlí 2013.
Nokkur munur á afstöðu eftir stjórnmálaskoðunum
Ungir karlar voru í sérflokki hvað varðar viðhorf til reksturs spilavíta á Íslandi. Þannig sögðust 70,3% karla á aldrinum 18 til 29 ára vera fylgjandi rekstri spilavíta á Íslandi og 52,5% karla á aldrinum 30 til 49 ára.
Munur var á afstöðu eftir heimilistekjum. Þannig sögðust 38,4% þeirra sem tilheyrðu tekjuhæsta hópnum (milljón á mánuði eða hærri tekjur) vera fylgjandi rekstri spilavíta á Íslandi, borið saman við 29,0% þeirra sem tilheyrðu tekjulægsta hópnum (undir 250 þúsund á mánuði).
Þeir sem studdu Sjálfstæðisflokkinn og Píratar voru líklegastir til að vera fylgjandi rekstri spilavíta á Íslandi á meðan Vinstri-græn voru síst fylgjandi. Þannig sögðust 45,6% Sjálfstæðisfólks og 44,8% Pírata vera fylgjandi hugmyndinni um rekstur spilavíta á Íslandi, borið saman við 9,3% Vinstri-grænna.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 959 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 16. til 21. október 2014
Eldri kannanir sama efnis:
2011 júlí: MMR könnun: Viðhorf til reksturs spilavíta á Íslandi
2010 febrúar: MMR könnun: Viðhorf til reksturs spilavíta á Íslandi