Ekki samþykkt í borgarráði?

Jón Gnarr og Ögmundur Jónasson ásamt fjölda gesta við undirritun …
Jón Gnarr og Ögmundur Jónasson ásamt fjölda gesta við undirritun samkomulagsins.

Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, undirrituðu samkomulag um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli hinn 19. apríl, 2013. Samkomulagið var undirritað með fyrirvara um samþykki borgarráðs.

Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra og alþingismaður, ritar á heimasíðu sína „Skjalið var aldrei kynnt borgarráði, og þaðan af síður samþykkt af því. Það er því með öllu gildislaust.“

Morgunblaðið spurði Ögmund Jónasson alþingismann að því í gær hvort honum hefði verið kunnugt um að samkomulag hans og Jóns Gnarr hefði ekki verið kynnt og samþykkt í borgarráði: „Nei, mér var ekki kunnugt um það. Ég leit á þetta samkomulag, sem vissulega var lengi í vinnslu og mótun, sem heildstætt, endanlegt og fullmótað samkomulag. En það liggur hinsvegar fyrir að ekki var staðið við þetta samkomulag af hálfu borgarinnar,“ segir Ögmundur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert