Markmiðið er að skemma

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar mbl.is/Ómar Óskarsson

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina standa fyrir skipulegri aðför að almannaþjónustu. Í ræðu sinni á flokksfundi Samfylkingarinnar í dag sagði hann gjaldtöku hafa verið aukna hvarvetna og nefndi hann þær hækkun á komugjaldi í almennri heilbrigðisþjónustu, aukna hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði, hærri gjöld í opinbera háskóla og áform um að hækka gjöld fyrir fólk yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum landsins.

„Aðferð ríkisstjórnarinnar er einföld: Létta sköttum af þeim best settu og láta venjulegt fólk bera skattbyrðina af fullum þunga,“ sagði Árni Páll. Hann sagði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins grobba sig af skattalækkunum og segja „You ain‘t seen nothing yet,“ á meðan hann horfir á heilbrigðisþjónustuna riða til falls.

Árni sagði Bjarna jafnframt koma upp um sig þegar hann segðist vera á móti því að taka lán til uppbyggingar hjúkrunarheimili en færi á sama tíma ránshendi um Framkvæmdasjóð aldraðra og tæki þaðan fé til að reka hjúkrunarheimili sem þegar hafa verið byggð.

„Ef menn vilja ekki taka lán til að byggja hjúkrunarheimili þarf að safna fé til að byggja þau. Fjármálaráðherra sem gerir hvorugt sýnir að markmiðið er bara eitt, að brjóta niður og skemma.“

Jóhanna Sigurðardóttir, Jóhann Ársælsson og Össur Skarphéðinsson voru meðal gesta …
Jóhanna Sigurðardóttir, Jóhann Ársælsson og Össur Skarphéðinsson voru meðal gesta á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar mbl.is/Ómar Óskarsson
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ávarpaði flokksstjórnarfund flokksins í dag.
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ávarpaði flokksstjórnarfund flokksins í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert