Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni á kjörtímabilinu

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki verið minni á kjörtímabilinu samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup en greint er frá þessu á vef Ríkisútvarpsins.

Þar kemur fram að fjórðungur þeirra sem tóku afstöðu sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosningar færu fram nú og minnkar fylgi flokksins um tæp tvö prósentustig samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup.

11% segist myndi kjósa Framsóknarflokkinn, rúmlega 20%  Samfylkinguna, ríflega 15% Bjarta framtíð, tæp 13% Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. Fylgi Pírata eykst um rúmlega eitt prósentustig en nær 9% segjast myndu kjósa flokkinn.

Rúmlega 12% skiluðu auðu og 13% tóku ekki afstöðu. Þá myndi tæplega 7% kjósa aðra flokka.

Könnunin var gerð dagana 25. september til 30. október og var svarhlutfall tæplega 60%.

Þá kemur fram að ef fylgi núverandi ríkisstjórnar er borið saman við fylgi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún hafði setið jafn lengi í ríkisstjórn sé þróunin svipuð.

Í byrjun árs 2010 var fylgi við hana 50 prósent, í september hafði það minnkað niður í 40 prósent, það var líka 40 prósent í október, en mánuði síðar  var það komið í þrjátíu prósent.

Í apríl rétt fyrir kosningar  2013 studdu 34 prósent kjósenda ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, en það er um það bil sami stuðningur og ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins nýtur núna,“ segir í frétt Ríkisútvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert