Vilja að næsti landsfundur verði tileinkaður konum

Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir eru formaður og varaformaður …
Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir eru formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Haustþing Landssambands sjálfstæðiskvenna samþykkti í gær ályktun um að tileinka konum næsta landsfund Sjálfstæðisflokksins í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar íslenskra kvenna og að markvisst verði unnið að því að efla hlut kvenna í flokknum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

 Ályktunin hljóðar svo:

„Landssamband sjálfstæðiskvenna leggur til við flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins, 1. nóvember 2014, að hann samþykki að næsti landsfundur flokksins, sem haldinn verður haustið 2015, verði tileinkaður konum í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna og að markvisst verði unnið að því að efla hlut kvenna til jafns við karla í trúnaðarstöðum innan flokksins og áhrifastöðum í umboði hans.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert