Ýsuflakið endaði í goggi mávs

„Ég var búinn að sjá máva vera að sigta eitthvað í sjónum og þá kom þessi mávur af mjög löngu færi. Hann stingur sér á bólakaf eftir einhverju og kemur með þetta upp,“ segir Höskuldur B. Erlingsson, íbúi á Blönduósi. Hann var að taka myndir við höfnina á Blönduósi þegar mávur kom upp með ýsuflak. 

„Hann byrjaði á að reyna að kyngja þessu en endaði með að æla því aftur upp,“ segir Höskuldur og bætir við að mávurinn hafi verið fljótur að fljúga með fenginn á brott þegar nærstaddir mávar sýndu ýsuflakinu áhuga.

„Þetta var algjör lottóvinningur fyrir hann.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert