Bagalegt fyrir þennan viðkvæma hóp

Göngudeildir geðsviðs Landspítalans verða lokaðar standi verkfallsaðgerðir lækna LÍ enn …
Göngudeildir geðsviðs Landspítalans verða lokaðar standi verkfallsaðgerðir lækna LÍ enn yfir á miðvikudag og fimmtudag. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Lækn­ar á geðsviði Land­spít­al­ans leggja niður störf á miðnætti aðfaranótt miðviku­dags. Göngu­deild sviðsins verður lokuð í tvo sól­ar­hring og þjón­usta á mót­töku­deild­um verður tak­mörkuð, eða svipuð og um helg­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­spít­al­an­um koma verk­fallsaðgerðirn­ar vissu­lega illa við flesta eða alla sjúk­linga en marg­ir í hópi þeirra sem leita til geðsviðs spít­al­ans eru viðkvæm­ir fyr­ir rösk­un sem þess­ari, sveifl­um í þjón­ustu.

Ekki verður mikið um viðtöl á miðviku­dag og á fimmtu­dag í þess­ari viku,  komi til verk­fallsaðgerðanna. Sál­fræðing­ar og hjúkr­un­ar­fræðing­ar munu sinna sjúk­ling­um og þá verður bráðaþjón­usta veitt.

Vona að samn­ing­ar tak­ist fyr­ir þriðju­dag

María Ein­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri geðsviðs, ger­ir ráð fyr­ir að starf­sem­in verði í hæga­gangi þá daga sem verk­fallið stend­ur yfir. 

„Við mun­um sinna bráðatil­vik­um og mót­taka ann­ara heil­brigðis­starfs­manna verður með hefðbundn­um hætti en göngu­deild­ir lækna lokaðar. Þetta er mjög baga­legt fyr­ir þenn­an viðkvæma sjúk­linga­hóp og við von­um að deil­an verði leyst áður en til þess­ara aðgerða kem­ur,“ seg­ir María Ein­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri geðsviðs. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert