Eiríkur Bergmann Einarsson sagði í þættinum Sprengisandi í dag að stjórnlagaráð hefði gert mistök með því að hafa ekki samráð við Alþingi þegar það skrifaði drög að nýrri stjórnarskrá.
Hann lagði til í þættinum að slembivalið borgaraþing, með styrkri aðstoð sérfræðinga, byggði á þeirri vinnu sem hefði verið unnin, í samstarfi við þingmenn, og kæmist að niðurstöðu í stjórnarskrármálinu svokallaða.