Fjölda munnlegra fyrirspurna svarað

mbl.is/Hjörtur

Tveir þingfundir fara fram á Alþingi í dag en sá fyrri hefst klukkan 15:00. Síðari fundurinn er undirlagður svörum ráðherra við munnlegum fyrirspurnum þingmanna.

Samtals stendur til samkvæmt dagskrá að taka fyrir 22 munnlegar fyrirspurnir. Þær eru allar frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar utan eina sem borin er upp af Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, og varðar skráningu tjónabifreiða og eftirlit.

Fyrirspurnir annarra þingmanna varða til að mynda innritunargjöld Háskóla Íslands, flutning heilbrigðisþjónustu til sveitarfélaga, Húsavíkurflugvöll, almannaþjónustuhlutverk Ríkisútvarpsins, mótvægisaðgerðir vegna hugsanlegs gengisfalls íslensku krónunnar, raforkuverð til garðyrkjubænda og innflutning á grænlensku kjöti svo fátt eitt sé nefnt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert