„Ég neita mér um heilbrigðisþjónustu svo fjölskyldan geti borðað. Geta ráðamenn séð af ölmusu?“ stendur á skilti mótmælanda sem þegar hefur komið sér fyrir við Alþingishúsið.
Boðað hefur verið til fjöldafundar á Austurvelli kl. 17 í dag til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar, líkt og fram kemur á Facebook-síðu hópsins sem boðar til fundarins. 6.300 hafa boðað komu sína í gegnum Facebook.
„Við leggjum áherslu á það að mótmælin munu verða friðsamleg og laus við allt ofbeldi. Við erum reið, en við kunnum okkur,“ segir m.a. í fundarboðinu.