Leiðréttingin verður kynnt 10. nóvember

Stjórnarráðið.
Stjórnarráðið. mbl.is/Hjörtur

„Vinna við leiðréttinguna er á lokastigi. Það er verið að hnýta síðustu lausu endana. Gert er ráð fyrir að leiðréttingin verði kynnt opinberlega mánudaginn 10. nóvember og niðurstaðan birtist umsækjendum daginn eftir, 11. nóvember.“

Þetta segir Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, í Morgunblaðinu í dag um gang vinnunnar hjá stjórnvöldum við skuldaleiðréttingu.

Alls bárust um 69 þúsund umsóknir um leiðréttingu húsnæðislána frá um 105 þúsund kennitölum. Nota þarf rafræn skilríki til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert