Spyr um rekstrarkostnað ÁTVR

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Alþingi.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Alþingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem áður hefur lagt fram frumvarp um flutning smásölu áfengis frá Vínbúðum ÁTVR til matvöruverslana lagði í dag fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um rekstrarkostnað og rekstrartekjur ÁTVR.

Í fyrirspurn Vilhjálms spyr hann flokksformann sinn hvernig hvernig rekstrar- og dreifingarkostnaður ÁTVR af heildsölu tóbaks og smásölu áfengis skiptist, einnig hverjar hverjar heildartekjur ÁTVR eru af heildsöluálagningu tóbaks annars vegar og áfengis hins vegar, hver sé sendingarkostnaður ÁTVR á ári vegna smásöluverslunar með áfengi og að endingu spyr hann um árlegan markaðskostnað og hins vegar ferðakostnað ÁTVR frá árinu 2000 á föstu verðlagi.

Í síðasta mánuði lauk fyrstu umræðu um frumvarp Vilhjálms og er málið til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd þingsins.

Frétt mbl.is: Fyrstu umræðu um áfengisfrumvarp lokið

Frétt mbl.is: „Dóp, en löglegt, sem betur fer“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka