Spyr um rekstrarkostnað ÁTVR

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Alþingi.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Alþingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem áður hef­ur lagt fram frum­varp um flutn­ing smá­sölu áfeng­is frá Vín­búðum ÁTVR til mat­vöru­versl­ana lagði í dag fram fyr­ir­spurn til fjár­málaráðherra um rekstr­ar­kostnað og rekstr­ar­tekj­ur ÁTVR.

Í fyr­ir­spurn Vil­hjálms spyr hann flokks­formann sinn hvernig hvernig rekstr­ar- og dreif­ing­ar­kostnaður ÁTVR af heild­sölu tób­aks og smá­sölu áfeng­is skipt­ist, einnig hverj­ar hverj­ar heild­ar­tekj­ur ÁTVR eru af heild­sölu­álagn­ingu tób­aks ann­ars veg­ar og áfeng­is hins veg­ar, hver sé send­ing­ar­kostnaður ÁTVR á ári vegna smá­sölu­versl­un­ar með áfengi og að end­ingu spyr hann um ár­leg­an markaðskostnað og hins veg­ar ferðakostnað ÁTVR frá ár­inu 2000 á föstu verðlagi.

Í síðasta mánuði lauk fyrstu umræðu um frum­varp Vil­hjálms og er málið til meðferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd þings­ins.

Frétt mbl.is: Fyrstu umræðu um áfeng­is­frum­varp lokið

Frétt mbl.is: „Dóp, en lög­legt, sem bet­ur fer“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert