Þrjú mál í lögreglurannsókn

Þrjú mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna …
Þrjú mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna meintra mistaka eða vanrækslu í heilbrigðiskerfinu. mbl.is/Ásdís

Ákært hefur verið í einu máli af þremur sem verið hafa eða eru til rannsóknar hjá lögreglu vegna meintra mistaka eða vanrækslu í starfi í heilbrigðiskerfinu frá árinu 2011.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að á árunum 2011-2013 voru tilkynnt 23 atvik sem geta talist óvænt eða alvarleg. Slík atvik eru skilgreind í lögum „sem atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni, svo sem dauða eða varanlegri örkumlun“.

Þau atvik sem falla undir þessa skilgreiningu fara til rannsóknar hjá landlækni. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu var það mat þess að gera þurfti úrbætur í fjórum tilvikum, eitt var sent til yfirstjórnar en rannsókn var ekki lokið í tveimur málum. Ekki þótti þörf á úrbótum í 16 tilvikum. Mikil umræða hefur farið fram um það í heilbrigðiskerfinu hvort ekki sé rétt að rannasaka slík atvik sem sakamál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert