Landhelgisgæslan hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um tollafgreiðslu skotvopna frá Noregi. Segir Gæslan að engin leynd hafi hvílt yfir innflutningnum og að tollverðir hafi tollskoðað flugvélina sem flutti skotvopnin til landsins.
Yfirlýsingin í heild:
„Vegna fullyrðinga í fréttum um tollafgreiðslu vopna frá Noregi vill Landhelgisgæslan taka fram að engin leynd hvíldi yfir innflutningi vopnanna gagnvart tollgæsluyfirvöldum. Við komu vélarinnar fóru tollverðir um borð til tollskoðunar.
Vopnin hafa ekki enn verið tollafgreidd inn í landið. Fullt samráð verður haft við Tollstjóra um þá afgreiðslu.“