Vilja ekki flytja nemendurna

Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að stefnt sé að því …
Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að stefnt sé að því að flytja nemendur 9. og 10. bekkjar Fáskrúðsfjarðarskóla, Eskifjarðarskóla og Stöðvarfjarðarskóla til Reyðarfjarðar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stjórn Íbúasamtaka Eskifjarðar mótmælir harðlega þeim hugmyndum sem fram hafa komið um fyrirhugaðar breytingar á elstu bekkjum grunnskóla í Fjarðabyggð. 

Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að stefnt sé að því að flytja nemendur 9. og 10. bekkjar Fáskrúðsfjarðarskóla, Eskifjarðarskóla og Stöðvarfjarðarskóla til Reyðarfjarðar, þ.e. að þessir grunnskólanemendur muni stunda nám þar. 

Samtökin segjast lýsa yfir stuðningi við íbúa Stöðvarfjarðar og mótmæla því að hluti nemendanna verði fluttir til Fáskrúðsfjarðar. Þá segir einnig að leggja eigi niður þrjú stöðugildi með flutningunum og þannig spara 15 milljónir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert