Dagur, hættu að vera á iði

Tónlistarkennarar fylktu liði í Ráðhús Reykjavíkur í dag þar sem þeir afhentu Degi B. Eggertssyni borgarstjóra ályktun um stöðu samningaviðræðna í kjaradeilu við sveitarfélögin. Þeir nýttu tækifærið til að syngja lag með frumsömdum texta þar sem borgarstjórinn er hvattur til að grípa inn í deiluna.

Við tækifærið sagðist Dagur hafa samúð með kröfu þeirra um að laun væru sambærileg meðal kennara en bað um skilning á því að þeir samningar sem hefðu verið gerðir við aðra kennara hefðu falið í sér að annað hefði komið á móti til að hægt væri að hækka laun umfram grunnhækkanir.

<span>Sigrún Grendal, formaður Fé­lags tón­list­ar­skóla­kenn­ara, segir að slíkar breytingar hafi verið gerðar á undanförnum árum og að kröfur um að tónlistarskólakennarar teygðu sig meira væru óraunhæfar.</span>

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert