Enn er ekkert tilboð komið á borðið í læknadeilunni

Læknar hjá sáttasemjara.
Læknar hjá sáttasemjara. mbl.is/Árni Sæberg

Ekkert tilboð kom á borðið á um tveggja klukkustunda löngum fundi Læknafélags Íslands og ríkisins hjá ríkissáttasemjara í gær, að sögn Sigurveigar Pétursdóttur, formanns samninganefndar Læknafélags Íslands.

Næsti fundur í deilunni verður á fimmtudaginn.

Í gær þurfti að fresta 32 aðgerðum á Landspítalanum og búist er við að fresta þurfi svipuðum fjölda í dag. Verkfall skurðlækna var boðað á miðnætti. Næsti fundur í kjaradeilu þeirra verður kl. 14 í dag, að því er fram kemur í umfjöllun um læknadeiluna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert