Furðuhlutur yfir Reyðarfirði

Furðuhluturinn sem sást yfir Reyðarfirði í kvöld.
Furðuhluturinn sem sást yfir Reyðarfirði í kvöld. Skjáskot

Íbúar á Reyðarfirði ráku margir hverjir upp stór augu í kvöld þegar óþekktur hlutur, jafnvel fljúgandi furðuhlutur, sást á himni yfir bænum. Íbúi bæjarins sendi mbl.is ábendingu um furðuhlutinn og í athugasemdakerfi hennar á Facebook eru nokkrar uppástungur um það hvað sé þarna á ferð.

Meðal þess sem notendur Facebook skjóta á að þarna sjáist er flugvél og loftsteinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka