Margir með höfuðverk vegna mengunar

Gasmóðu leggur frá eldgosinu í Holuhrauni.
Gasmóðu leggur frá eldgosinu í Holuhrauni. mbl.is/RAX

Börnum í leik- og grunnskólum á Húsavík hefur verið haldið inni í dag vegna mikillar gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. 

Loftgæði mælast lítil á svæðinu, en styrk­ur brenni­steins­díoxíðs (SO2) mælist nú um 2.000 míkró­grömm á rúm­metra. Sé styrkurinn svo mikill teljast loftgæði óholl og er því öllum ráðlagt að dvelja innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. 

„Það fóru allir út í morgun þar sem mælirinn sýndi mikil loftgæði, en tuttugu mínútum seinna voru þau orðin mjög lítil,“ segir Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík. „Þetta rauk upp og gerðist ægilega hratt.“

Sigríður segir öllum hafa verið smalað inn, en á PPM mæli á leikskólanum mældist styrkurinn mest 1.7 í dag. 

Sé PPM styrkur yfir 0.7 teljast loftgæði óholl og eru einkenni frá öndunarfærum þá líkleg hjá öllum einstaklingum, einkum einstaklingum með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Sigríður segir starfsfólk leikskólans hafa fundið fyrir menguninni í dag, og nú séu margir þeirra með höfuðverk. 

<span>Hún segir börnin á leikskólanum þó ekki hafa kvartað, en börn í grunnskólanum hefðu fundið fyrir menguninni. „Þórgunnur [<span>R. Vigfúsdóttir</span>] skólastjóri hringdi í mig í dag til að vita hvað mælirinn segði. Börnin í grunnskólanum höfðu kvartað svo hún vildi fá að vita stöðuna. Eftir það var öllum haldið inni.“</span>

Íbú­ar eru hvatt­ir til að kynna sér viðbrögð við SO2-meng­un á vefsíðunni www.loft­gædi.is og á vefsíðu al­manna­varna um eld­gosiðen þar má nálg­ast ýms­ar hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar um meng­un­ina frá Holu­hrauni.

Á vefsíðu Um­hverf­is­stofn­un­ar má nálg­ast upp­lýs­ing­ar um styrk SO2 bæði þar sem mæl­ing­ar eru á sjálf­virk­um mælistöðvum og þar sem mælt er með hand­mæl­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert