Hlutfall þeirra sem eiga á hættu að verða fátækt að bráð eða félagslegri útskúfun er lægst á Íslandi borið saman við 28 ríki Evrópusambandsins auk Noregs og Sviss. Þetta kemur fram í tölum frá Eurostat, hagstofu sambandsins, sem birtar voru í dag.
Fram kemur að hlutfallið á Íslandi sé 13% af heildaríbúafjölda landsins eða í kringum 40 þúsund manns. Hlutfallið hefur þó hækkað frá árinu 2008 þegar það var 11,8%. Meðaltalið innan Evrópusambandsins er 28,5% eða rúmlega 122,6 milljónir manna. Hlutfallið innan sambandsins var 23,8% árið 2008 en þá hafði Króatía ekki bæst í hóp ríkja þess.
Hæst er hutfall þeirra, sem eiga á hættu að verða fátækt að bráð eða félagslegri útskúfun, í Búlgaríu eða 48%. Lægst er það 14,1% í Noregi ef Ísland er undanskilið.