Mögulega met í fyrirspurnum

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjármálaráðherra hefur enn ekki svarað fyrirspurn um virðisaukaskattsgreiðslur einstaklinga sem lögð var fram um miðjan september. Forseti Alþingis upplýsti að hann hefði frest til fimmtudags til að svara. Drátturinn stafi af því að líklega hafi met verið sett í fyrirspurnum það sem af er þingi.

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á því við upphaf þingfundar í dag undir liðnum störf þingsins að fjármálaráðherra hefði enn ekki svarað fyrirspurn hennar um virðisaukaskattsgreiðslur einstaklinga. Samkvæmt þingsköpum bæri að svara fyrirspurnum innan fimmtán daga. Fyrirspurnin varðaði stórt stefnumál ríkisstjórnarinnar um breytingar á virðisaukaskattskerfinu.

Í fyrirspurn sem Oddný lagði fram 19. september óskaði hún eftir upplýsingum um hversu mikinn virðisaukaskatt einstaklingar greiddu eftir þrepum hans, hversu hátt hlutfall ráðstöfunartekna sinna tíu tekjuhópar hefðu greitt í virðisaukaskatt og hvernig gert væri ráð fyrir að þau hlutföll muni breytast verði fyrirhugaðar breytingar á skattinum að veruleika.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði hvort að fjármálaráðherra vildi ekki að þessar upplýsingar kæmu fram og hvort ákvarðanir hafi verið teknar um milljarða króna álagningu án þess að upplýsingar af þessu tagi væru til í fjármálaráðuneytinu.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, upplýsti að fjármálaráðherra hefði fengið frest til 6. nóvember til að svara fyrirspurninni. Sagði hann miður af dregist hafi að svara skriflegum fyrirspurnum þingmanna en hann gæti sér til um að það mætti til rekja til mikils fjölda fyrirspurna á þessu þingi. Hugði hann að met hefði verið slegið í fjölda þeirra.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum hans hafi 177 fyrirspurnir verið lagðar fram á þessu þingi en 23. október hafi 115 fyrirspurnum verið ósvarað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert