Á vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að þykkt mengunarský er yfir Reykjavík. Mengunartölur fyrir borgina eru háar og varað við að mengun geti farið illa í þá sem eru viðkvæmir fyrir.
Mengunin er svo mikil að hún hefur merkjanleg áhrif á skyggni. Þannig er Hallgrímskirkja varla sýnileg úr Hádegismóum, þar sem mbl.is er til húsa. Kirkjuturninn er alla jafna mjög greinilegar þegar ekki er lágskýjað í Reykjavík.