Velsæld mælist á Íslandi

Ísland er í ellefta sæti í velsældarvísitölu heimsbyggðarinnar.
Ísland er í ellefta sæti í velsældarvísitölu heimsbyggðarinnar.

Ísland lendir í ellefta sæti í velsældarvísitölu sem mæld var af bresku Legatum-stofnuninni en hún framkvæmir slíkar mælingar árlega. Þar eru lönd borin saman út frá ákveðnum þáttum sem saman skapa velsæld á meðal landsmanna.

Kannað er hvernig löndin standi sig efnahagslega og í menntamálum, persónufrelsi, heilbrigðismálum, öryggismálum og frumkvöðlastarfsemi.

Noregur trónir á toppnum, þar á eftir kemur Sviss, síðan Nýja-Sjáland og þá Danmörk. Bandaríkin eru í 10. sæti og Bretland í þrettánda sæti sem er þremur sætum hærra en í fyrra. Frakkland hefur hins vegar fallið af lista yfir tuttugu efstu löndin og lendir í tuttugasta og fyrsta sæti, á eftir Hong Kong.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert