Vopnareglur trúnaðarmál

Vopnamál lögreglunnar voru til umfjöllunar á fundi allsherjar- og menntamálanefndar.
Vopnamál lögreglunnar voru til umfjöllunar á fundi allsherjar- og menntamálanefndar. Rósa Braga

Full­trú­ar inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins komu á fund alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is í morg­un til að fræða nefnd­ar­menn um vopna­eign lög­regl­unn­ar. Regl­ur sem gilda um meðferð lög­reglu á vopn­um eru bundn­ar trúnaði.

Að sögn Unn­ar Brár Kon­ráðsdótt­ur, for­manns nefnd­ar­inn­ar, var fund­ur­inn ágæt­lega upp­lýs­andi. Nefnd­ar­menn hafi fengið upp­lýs­ing­ar um hvaða regl­ur gilda um meðferð og beit­ingu vopna hjá lög­reglu sem ráðherra setti árið 1999.

„Þetta eru trúnaðarregl­ur sem eru ekki birt­ar,“ seg­ir Unn­ur Brá spurð út í ákvæði regln­anna. Trúnaðar er einnig um það sem fer fram á lokuðum fund­um þing­nefnda.

„Það er búin að vera mik­il umræða um þetta í fjöl­miðlum og hinar og þess­ar upp­lýs­ing­ar sem við vild­um bara fá að vita hvort að væru rétt­ar eða ekki. Þetta var ágæt­lega upp­lýs­andi fund­ur fyr­ir okk­ur,“ seg­ir hún. Nefnd­in komi til með að halda áfram að fjalla um vopna­eign lög­regl­unn­ar.

Guðbjart­ur Hann­es­son, full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í nefnd­inni, seg­ir að reynt hafi verið að fá efni þess­ara reglna birt­ar með vís­an til upp­lýs­ingalaga en því hafi alltaf verið hafnað. Sjálf­ur sjái hann ekki ástæðu til þess að halda þeim leynd­um.

„Þetta eru regl­ur sem á bara að birta. Það er ekk­ert í þeim sem varðar ör­yggi lög­regl­unn­ar held­ur bara al­mennt hvaða vald­beit­ingaráhöld­um megi beita og svo fram­veg­is,“ seg­ir hann.

Full­trú­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar komu einnig á fund nefnd­ar­inn­ar í morg­un til að skýra frá hvernig tollaf­greiðsla á skot­vopn­um sem ber­ast til lands­ins fara fram. Byss­urn­ar frá Nor­egi hafi komið með flug­vél til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og toll­ur­inn hafi af­greitt farm­inn eins og venju­lega. Toll­skýrsla væri hins veg­ar ekki gerð nema hlut­ir væru tekn­ir af svæðinu.

„Það vant­ar hins veg­ar heil­mikið í þessa mynd í heild. Ég hef óskað eft­ir því munn­lega að sett verði upp tíma­lína um hverj­ir hafi tekið ákv­arðanir og hvernig. Alþingi hef­ur fengið mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar og það vant­ar ennþá mikið í púslu­spilið,“ seg­ir Guðbjart­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert