Engar geimverur á Reyðarfirði

Furðuhluturinn sem sást yfir Reyðarfirði í gærkvöldi.
Furðuhluturinn sem sást yfir Reyðarfirði í gærkvöldi. Skjáskot

„Þetta er alla vega ekki loftsteinn, en þeir hreyfast miklu hraðar og brenna upp á stuttum tíma. Það er líka alveg ljóst að þetta er ekki halastjarna, þær eru ekki svona nálægt jörðinni, sem betur fer,“ segir stjörnufræðingurinn Sævar Helgi Bragason um myndband af meintum furðuhlut á sveimi yfir Reyðarfirði í gær. Myndbandið var birt á mbl.is í gær og vakti mikla umræðu um hvort að um loftstein væri að ræða, geimskip eða bara flugvél.

„Mér sýnist þetta nú bara vera flugvél. Ég hef töluverða reynslu af að horfa upp í himininn og hef séð margar svona skrýtnar flugvélarákir sem eru ekki langar eins og einmitt þessi,“ segir Sævar.

„Þetta er samt alveg örugglega ekki geimskip. Það kæmi mér alla vega mjög mikið á óvart.“

Myndbandið af „furðuhlutnum“ má sjá hér að neðan.

Furðuhlutur yfir Reyðarfirði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka