Gagnrýndur fyrir að tala ensku á Íslandi

Philippe Couillard, forsætisráðherra Québec.
Philippe Couillard, forsætisráðherra Québec. AFP

Philippe Couillard, forsætisráðherra Québec, hefur verið gagnrýndur harðlega í heimalandi sínu, Kanada, fyrir að hafa ekki talað frönsku á alþjóðaþingi Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle sem haldið var í Hörpu um liðna helgi. Couillard hefur á móti bent á að allir aðrir hafi mælt á enska tungu.

Helst hefur það verið François Legault, formaður Coalition Avenir Québec, flokks þjóðernissinna í Québec, sem skotið hefur fast á Couillard. Hann hefur sagt ljóst að Couillard skilji ekki skyldur sínar gagnvart Québec og kallaði eftir afsökunarbeiðni frá honum fyrir að hafa ekki haldið ræðu sína á frönsku.

Couillard hefur svarað þessu þannig að meira að segja Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og aðrir hafi haldið ræður á ensku. Einnig að það hafi ekki verið túlkaþjónusta í boði. Minntist hann þess einnig að þegar hann fór í opinbera heimsókn til Kína hafi hann aðeins tala ensku, enda hafi þá verið boðið upp á túlk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert