Ólafur höfðar vitnamál

Ólafur Ólafsson mætir í Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð í Al-Thani …
Ólafur Ólafsson mætir í Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð í Al-Thani málinu. Mbl.is/Golli

Þingfesta á í dag mál Ólafs Ólafssonar athafnamanns gegn Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Að sögn Þórólfs Jónssonar, héraðsdómslögmanns á lögmannsstofunni Logos, sem fer með málið fyrir hönd Ólafs, er tilgangurinn með málshöfðuninni frekari gagnaöflun og að eitt vitni verði kallað fyrir í tengslum við Al Thani-málið.

„Það er fyrirhugaður flutningur í málinu í Hæstarétti í janúar og í tengslum við það er bara í rauninni verið að afla frekari gagna,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert