„Reykjavíkurtréð“ fellt í Ósló

Óslóartréð fellt í dag.
Óslóartréð fellt í dag.

Óslóartréð, jólagjöf Óslóar til Reykjavíkur, var fellt í Östmarka í dag. Carl I. Hagen, fyrrverandi formaður norska Framfaraflokksins og núverandi borgarfulltrúi, kom fram kom fyrir hönd Óslóarborgar við þetta tækifæri, en sendiherra Íslands, Gunnar Pálsson, veitti trénu móttöku fyrir hönd Reykvíkinga, segir í frétt um málið á vef íslenska sendiráðsins í Ósló.

Hagen flutti ávarp, borið var fram kaffi með hveitibollum á bakka Nøklevann, viðstaddir Íslendingar sungu jólalög og fulltrúar borgarinnar og viðtakanda söguðu trébolinn. Á eftir færði sendiherrann Ósló þakkir fyrir jólatréð, sem er 12,5 metrar á hæð. Um 25 manns voru saman komin við athöfnina.

Hagen verður fulltrúi borgarstjórans í Ósló þegar kveikt verður á trénu á Austurvelli 30. nóvember.

Sungið var er tréð var fellt.
Sungið var er tréð var fellt.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert