Markaðshlutdeild Fríhafnarinnar í áfengi og tóbaki er 9%, þá 32% í snyrtivörum og 35% í innfluttu sælgæti.
Þetta kemur fram í skoðun Viðskiptaráðs sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.
Viðskiptaráð telur tilvist Fríhafnarinnar í núverandi mynd vinna gegn heilbrigðri samkeppni á jafnréttisgrundvelli og leggur til að hún verði lögð niður.