Alþingi taki yfir Vatnsmýrina

Framsóknarmenn í Alþingishúsinu
Framsóknarmenn í Alþingishúsinu mbl.is/Ómar Óskarsson

Fimmtán þing­menn Fram­sókn­ar­flokks hafa lagt fram frum­varp á Alþingi um skipu­lags- og mann­virkja­mál á Reykja­vík­ur­flug­velli. Mark­miðið er að tryggja ábyrgð Alþing­is á gerð skipu­lags­áætl­ana og þátt­töku í veit­ingu fram­kvæmda­leyfa og bygg­ing­ar­leyfa á Reykja­vík­ur­flug­velli.

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókna­flokks­ins, er flutn­ings­maður frum­varps­ins og hafði boðað að það yrði lagt fram. Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur sé sam­eign allr­ar þjóðar­inn­ar og þegar komi að skipu­lagi á lóðinni und­ir hon­um fari ekki alltaf sam­an hags­mun­ir Alþing­is, Reykja­vík­ur og lands­byggðar­inn­ar.

„Þótt Reykja­vík­ur­flug­völl­ur sé staðsett­ur í miðborg Reykja­vík­ur er hann eft­ir sem áður flug­völl­ur þjóðar­inn­ar allr­ar. Til þess stend­ur póli­tísk­ur vilji að Alþingi hafi áhrif á skipu­lag og mann­virkja­gerð á Reykja­vík­ur­flug­velli. Með frum­varpi þessu er að því stefnt að slík áhrif verði virk en um leið sé gætt að því að Reykja­vík­ur­borg, sem fer með hið lög­bundna skipu­lags­vald Reykja­vík­ur, sé jafn­sett þing­inu við mót­un og gerð skipu­lags á svæðinu,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Þá seg­ir einnig að flutn­ings­menn telji nauðsyn­legt að standa vörð um það fjölþætta og þýðing­ar­mikla hlut­verk sem Reykja­vík­ur­flug­völl­ur hef­ur með því að festa staðsetn­ingu hans í sessi á trygg­an hátt til hags­bóta fyr­ir lands­menn alla.

Þeir þing­menn sem standa að frum­varp­inu eru: Hösk­uld­ur Þór­halls­son, Ásmund­ur Ein­ar Daðason, Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, Frosti Sig­ur­jóns­son, Har­ald­ur Ein­ars­son, Jó­hanna María Sig­munds­dótt­ir, Karl Garðars­son, Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir, Páll Jó­hann Páls­son, Sigrún Magnús­dótt­ir, Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, Vig­dís Hauks­dótt­ir, Will­um Þór Þórs­son, Þor­steinn Sæ­munds­son, Þór­unn Eg­ils­dótt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert