Rukka toll þrátt fyrir fríverslunarsamninginn

Miði sem var límdur á pakkann við umskipun í Hollandi.
Miði sem var límdur á pakkann við umskipun í Hollandi.

„Ég hef talað við nokkra sem eru að panta frá Kína og það eru allir að borga tolla,“ sagði Edda Kamilla Örnólfsdóttir. Þetta gerist þrátt fyrir að fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína hafi tekið gildi 1. júlí.

Edda Kamilla fékk nýlega vörur sem hún pantaði frá póstverslun í Kína. Verðmæti sendingarinnar var innan við 25 bandaríkjadalir (rúmar 3.000 krónur). Sendingin fór frá Kína til Hollands og var umskipað þar til Íslands. Sendingin var ekki tollafgreidd í Hollandi og upprunaland er merkt Kína. Engu að síður halda Pósturinn og tollurinn sig við það að sendingin hafi komið frá Hollandi. Því eigi fríverslunarsamningurinn ekki við og borga eigi toll.

Edda Kamilla kvaðst hafa pantað vörur frá sömu verslun í Kína í sumar, skömmu eftir að fríverslunarsamningurinn tók gildi, og þá var tollurinn felldur niður. Hún sættir sig ekki við að þurfa að borga tollinn nú og hefur staðið í samskiptum bæði við Póstinn og embætti Tollstjóra vegna málsins. Svörin hafa verið misvísandi. Starfsmaður Tollstjóra sagði henni í síma að hún ætti ekki að greiða toll þótt sendingunni hefði verið umskipað í Hollandi. Pósturinn var á öðru máli og nú virðist tollurinn vera farinn að taka undir skilning Póstsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka