Sextán vélbyssur í eigu einstaklinga

Vélbyssa.
Vélbyssa. AFP

Rúmlega þrettán þúsund hálfsjálfvirk vopn eru skráð á einstaklinga hér á landi og 34 sjálfvirk vopn. Ekki eru skráðar upplýsingar um skotfæri nema um útgefin innflutningsleyfi. Því er ekkert vitað um notkun skotfæra né birgðastöðu þeirra á landinu.

Þetta kemur fram í tölum frá embætti ríkislögreglustjóra sem mbl.is óskaði eftir vegna umræðu um þau vopn sem fengust hingað frá Noregi og gætu orðið hluti af vopnabúri lögreglunnar.

Meðal þess sem kemur fram í tölunum er að sextán vélbyssur eru skráðar í eigu einstaklinga hér á landi. Hins vegar fæst ekki uppgefið nákvæmlega hvar á landinu þær er að finna. Aðeins kemur fram að það sé bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Taka ber fram að aðeins er um opinberlega skráð vopn að ræða og því allt eins líklegt að fleiri vélbyssur leynist í fórum landsmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert