Stjórnmálamönnum haldið frá málinu

Þorvaldur Gylfason prófessor.
Þorvaldur Gylfason prófessor. mbl.is/Golli

Halda ætti stjórn­mála­mönn­um í sem mestri fjar­lægð þegar unnið er að nýj­um stjórn­ar­skrám. Þetta seg­ir Þor­vald­ur Gylfa­son, hag­fræðipró­fess­or og fyrr­ver­andi full­trúi í stjórn­lagaráði, í grein sem birt­ist á dög­un­um á vefsíðu bresku rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar Democratic Audit en stofn­un­in starfar í tengsl­um við breska há­skól­ann London School of Economics.

Þor­vald­ur fer í grein­inni yfir stjórn­ar­skrár­málið svo­nefnt í kjöl­far falls viðskipta­bank­anna haustið 2008 og hvernig það þróaðist. Sak­ar hann Hæsta­rétt um að hafa ógilt stjórn­lagaþings­kosn­ing­arn­ar sem fram fóru 2010 á veik­b­urða for­send­um ef ekki ólög­mæt­um. Hann vand­ar ekki held­ur stjórn­mála­mönn­um kveðjurn­ar og sak­ar þá um áhuga­leysi á stjórn­lagaþings­kosn­ing­un­um og að hafa ekk­ert gert til þess að hvetja fólk til þess að styðja drög stjórn­lagaráðs, sem var skipað í kjöl­far niður­stöðu Hæsta­rétt­ar, fyr­ir þjóðar­at­kvæðið 2012.

Þor­vald­ur seg­ir að ákveðinn lær­dóm megi draga af stjórn­ar­skrár­mál­inu. Mik­il­vægt sé að hefja vinnu að nýrri stjórn­ar­skrá á þjóðfundi með þversk­urði þjóðar­inn­ar þar sem stjórn­mála­flokk­ar hafi þá til­hneig­ingu að þjóna hlut­verki hags­muna­banda­laga fyr­ir stjórn­mála­menn eða aðra hags­muna­hópa. „Fyr­ir þær sak­ir ætti ekki að hleypa stjórn­mála­mönn­um ná­lægt stjórn­ar­skrár­ferl­inu þar sem hætta er á að þeir reyni að taka það yfir í eig­in þágu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert