Svona hefur skjálftahrinan þróast

Eldgosið í Holuhrauni er enn í fullum gangi sem og …
Eldgosið í Holuhrauni er enn í fullum gangi sem og skjálftahrinan í Bárðarbungu. mbl.is/Eggert

Veðurstofa Íslands hefur birt myndskeið sem sýnir alla yfirfarna skjálfta í Bárðarbungu frá 16. ágúst til 31. október á þessu ári.

Í dag hafa mælst fjórir jarðskjálftar sem eru stærri en þrír. Sá stærsti varð kl. 10:13 í morgun en hann var af stærðinni 4,6.

Í myndskeiðinu eru jarðskjálftakort, sem sjá má á heimasíðu Veðurstofunnarkeyrð í tímaröð. Stikan hægra megin táknar aldur skjálfta frá þeim viðmiðunartíma sem birtist í myndbandinu jafnóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert