Syngja keðjusöng svartklæddir

Tónlistarkennarar komu nýverið saman í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem þeir …
Tónlistarkennarar komu nýverið saman í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem þeir afhentu borgarstjóra ályktun um stöðu samningaviðræðna í kjaradeilu við sveitarfélögin. mbl.is/Hallur Már

Tónlistarskólakennarar ætla að koma saman í Hörpu í kvöld til að minna á málstað sinn, en þeir benda á að staðan í kjaraviðræðum Félags tónlistarskólakennara sé mjög alvarleg.

Kennararnir ætla að mæta svartklæddir í Hörpu kl. 19 í kvöld til að syngja lagið Sá ég spóa í fjórfaldri keðju aftur og aftur í um það bil fimmtán mínútur. 

„Upplýsingum um verkfallið verður dreift til gesta og gangandi á íslensku og ensku því borgin er full af túristum og erlendum blaðamönnum þessa dagana,“ segir á facebooksíðu þar sem greint er frá viðburðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert