Þungar áhyggjur af starfsamannamálum

Frá Suðurnesjum.
Frá Suðurnesjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Bandalag háskólamanna lýsir þungum áhyggjum af stöðu og horfum í starfsmannamálum í Reykjanesbæ.

Í yfirlýsingu gerir BHM sérstakar athugasemdir við þá „einhliða ákvörðun bæjaryfirvalda að grípa inn í ráðningarsamninga starfsmanna þar sem fyrir liggja áætlanir sem fela í sér afgerandi kjaraskerðingar. Uppsögn fastra kjara, í formi yfirvinnugreiðslna og aksturssamninga snertir verulegan hluta launa margra starfsmanna og getur falið í sér að forsendur ráðningar bresti.

BHM áréttar að hér eru boðaðar þungbærar kjaraskerðingar sem geta verið afdrifaríkar. Bæjaryfirvöld eru því hvött til að endurskoða boðaðar launaskerðingar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert