Auka hættu á gáttatifi

Læknarnir Runólfur Pálsson og Davíð O. Arnar og Guðrún V. …
Læknarnir Runólfur Pálsson og Davíð O. Arnar og Guðrún V. Skúladóttir vísindamaður komu öll að rannsókninni. Árni Sæberg

Ómega-3-fitusýrur virðast auka hættuna á gáttatifi, sem er algeng hjartsláttartruflun, eftir hjartaskurðaðgerð. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem íslenskir læknar og vísindamenn gerðu.

Niðurstaðan kom rannsakendum í opna skjöldu enda bjuggust þeir við þveröfugum áhrifum, það er að ómega-3-fitusýrurnar myndu gagnast sjúklingunum. Vísindamennirnir segja þetta glöggt dæmi um mikilvægi þess að framkvæmdar séu vandaðar rannsóknir á ávinningi ákveðinnar meðferðar áður en farið er að beita henni.

Rannsakendur telja fyrir vikið ekki rétt að mæla með ómega-3-fitusýrum til meðferðar við gáttatifi og ef til vill megi ganga svo langt að túlka niðurstöður þannig að þeir sem hafa gáttatif ættu ekki að taka lýsi eða ómega-3-fitusýrur.

Nánar er fjallað um rannsóknina í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Hjartaaðgerð á Landspítalanum.
Hjartaaðgerð á Landspítalanum. mbl.is
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert