Eina myndbandaleiga Akureyrar leggur upp laupana í dag en eigandi hennar hefur rekið myndbandaleigu í þrjátíu ár. Hann segir blendnar tilfinningar fylgja því að loka leigunni en það hafi verið óhjákvæmilegt vegna minnkandi eftirspurnar.
Þetta kemur fram á fréttavefnum Vikudegi. Þar segir að Helgi Sigurðsson, eigandi Spretts-ins í Kaupangi á Akureyri, muni áfram reka flatbökustað í sama húsnæði. Akureyringar geta þá komið við hjá honum í dag og keypt sér myndband því allir fjögur þúsund titlarnir sem áður voru leigðir út eru til sölu.
Þar með er ljóst að sá tími er liðinn að Akureyringar geti leigt sér mynd á föstu formi.