Hefur verulegar áhyggjur af áfengisfrumvarpi

Áfengi kemur víða við sögu.
Áfengi kemur víða við sögu. AFP

Umboðsmaður barna hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur áfeng­is­frum­varpi Vil­hjálms Árna­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Barna­vernd­ar­stofa get­ur ekki mælt með því að smá­sala áfeng­is verði gef­in frjáls. Þetta má lesa úr um­sögn­um við frum­varpið.

Í um­sögn Barna­vernd­ar­stofu seg­ir að verði frum­varpið að lög­um skapi það aukna hættu á að börn geti nálg­ast áfengi. Það að fela einkaaðilum, sem eðli­lega starfi á grund­velli hagnaðarsjón­ar­miða, smá­sölu áfeng­is sé grund­vall­ar­breyt­ing og velt­ir Barna­vernd­ar­stofa upp þeim spurn­ing­um um hvata mat­vöru­versl­ana til að stilla tak­mörk­un­um á sölu áfengi í hóf.

Þá seg­ir í um­sögn umboðsmanns barna að verði sala áfeng­is leyfð í mat­vöru­versl­un­um muni það auðvelda veru­lega mögu­leika barna og ung­menna til þess að nálg­ast áfengi. „Auk þess er hætta á að auk­inn sýni­leiki áfeng­is muni stuðla að já­kvæðum viðhorf­um til áfeng­is og hvetja til auk­inn­ar neyslu meðal ung­linga.“

En sala áfeng­is í mat­vöru­versl­un­um yrði ekki ein­göngu til þess að auka aðgengi barna og ung­menna að áfengi held­ur til þess að áfeng­isneysla í sam­fé­lag­inu myndi aukast. „Auðsýnt er að auk­in áfeng­isneysla í sam­fé­lag­inu get­ur haft marg­vís­leg nei­kvæð áhrif á líf barna. Sem dæmi má nefna að neysla áfeng­is eyk­ur lík­urn­ar á van­rækslu barna, of­beldi, um­ferðarslys­um og öðrum slys­um.

Þá hef­ur áfengi nei­kvæð áhrif á lík­am­lega og and­lega heilsu fólks og eyk­ur lík­urn­ar á ýms­um sjúk­dóm­um. Er því ljóst að aukið aðgengi að áfengi muni hafa veru­lega nei­kvæðar af­leiðing­ar í för með sér, þar á meðal aukið álag á barna­vernd­ar­kerfið og heil­brigðis­kerfið, með til­heyr­andi kostnaðar­auka fyr­ir ríkið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert