Mikill vindur undir Vatnajökli og á Austfjörðum

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Vegagerðin vekur athygli á því að búist er við hvassvirði eða stormi við suðausturströndina undir Vatnajökli og á sunnanverðum Austfjörðum með hviðum í kringum 30-40 metra á sekúndu. 

Síðan eru hálkublettir víða á fjallvegum á Vesturlandi en autt á láglendi. Á Vestfjörðum er einnig víða hálka og skafrenningur og flughált á Hrafnseyrarheiði. Góð færð er á Norðurlandi vestra og lítil hálka á láglendi en á Tröllaskaga og þaðan austur í Þingeyjarsýslur er hálka eða snjór á flestum vegum, víða éljagangur og sumstaðar skafrenningur.

Á Austurlandi er víða nokkur hálka eða snjór og einhver éljagangur. Vegir eru auðir niðri á fjörðum og áfram með suðausturströndinni. Óveður er á Öxi, Hamarsfirði, Hvalnesi og við Lómagnúp. Sandfok er á Skeiðarársandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert