Soðnar rætur einsdæmi á heimsvísu

Vísindamenn telja dauða trjáa á Reykjum gefa merkar vísbendingar.
Vísindamenn telja dauða trjáa á Reykjum gefa merkar vísbendingar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fjölmörg stór tré í skóginum við Reyki í Ölfusi hafa fallið á síðustu misserum þar sem heitt vatn úr sprungu sem myndaðist í jarðskjálftunum vorið 2008 hefur komist í rótakerfi þeirra og drepið.

Land þarna, þar sem fjöldi nýrra hvera opnaðist í skjálftunum, breytist stöðugt. Það hefur vakið athygli vísindamanna víða að úr veröldinni sem koma á staðinn í rannsóknarskyni.

„Rætur trjánna soðna. Þetta er einsdæmi á heimsvísu,“ segir Guðríður Helgadóttir hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert