„Viljum öll geta starfað á Íslandi“

Læknar að stöfum.
Læknar að stöfum. Rax / Ragnar Axelsson

Á verkfallstíma lækna hafa biðlistar lengst, þjónusta verið skert og sjúklingum gert að sitja heima. Ljóst er að kostnaður við fyrstu verkfallslotu lækna er umtalsverður, bæði í peningum talið og þegar horft er til röskunar á meðferð sjúklinga. Verkfallið hefur einnig haft áhrif á klíníska kennslu læknanema.

Þetta segir í yfirlýsingu frá Félagi læknanema en það lýsir yfir vonbrigðum vegna pattstöðu samningaviðræðna ríkissáttasemjara, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands. Félagið skorar einnig á fjármála- og efnahagsráðuneytið að veita ríkissáttasemjara heimild til að mæta kröfum Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands áður en næsta verkfallslota skellur á.

„Enginn læknir vill vera í verkfalli. Læknar eiga hins vegar engra annarra kosta völ vegna óviðunandi og ósamkeppnishæfra grunnlauna sem ekki eru í samræmi við menntun, reynslu og eftirspurn eftir vinnu þeirra. Þar að auki hafa þeir ekki tök á að sinna starfi sínu á fullnægjandi hátt vegna núverandi aðstæðna. Þetta eru þingmenn meðvitaðir um. Þetta er heilbrigðisráðherra meðvitaður um. Það er hins vegar á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðuneytisins að veita ríkissáttasemjara heimild til að mæta kröfum lækna og koma í veg fyrir áframhaldandi verkfall.

Við viljum öll geta starfað á Íslandi í framtíðinni. Nú er það á ábyrgð ríkissáttasemjara, og á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðuneytisins, að gera okkur það mögulegt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka