„Viljum öll geta starfað á Íslandi“

Læknar að stöfum.
Læknar að stöfum. Rax / Ragnar Axelsson

Á verk­falls­tíma lækna hafa biðlist­ar lengst, þjón­usta verið skert og sjúk­ling­um gert að sitja heima. Ljóst er að kostnaður við fyrstu verk­falls­lotu lækna er um­tals­verður, bæði í pen­ing­um talið og þegar horft er til rösk­un­ar á meðferð sjúk­linga. Verk­fallið hef­ur einnig haft áhrif á klín­íska kennslu lækna­nema.

Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Fé­lagi lækna­nema en það lýs­ir yfir von­brigðum vegna patt­stöðu samn­ingaviðræðna rík­is­sátta­semj­ara, Lækna­fé­lags Íslands og Skurðlækna­fé­lags Íslands. Fé­lagið skor­ar einnig á fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið að veita rík­is­sátta­semj­ara heim­ild til að mæta kröf­um Lækna­fé­lags Íslands og Skurðlækna­fé­lags Íslands áður en næsta verk­falls­lota skell­ur á.

„Eng­inn lækn­ir vill vera í verk­falli. Lækn­ar eiga hins veg­ar engra annarra kosta völ vegna óviðun­andi og ósam­keppn­is­hæfra grunn­launa sem ekki eru í sam­ræmi við mennt­un, reynslu og eft­ir­spurn eft­ir vinnu þeirra. Þar að auki hafa þeir ekki tök á að sinna starfi sínu á full­nægj­andi hátt vegna nú­ver­andi aðstæðna. Þetta eru þing­menn meðvitaðir um. Þetta er heil­brigðisráðherra meðvitaður um. Það er hins veg­ar á ábyrgð fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins að veita rík­is­sátta­semj­ara heim­ild til að mæta kröf­um lækna og koma í veg fyr­ir áfram­hald­andi verk­fall.

Við vilj­um öll geta starfað á Íslandi í framtíðinni. Nú er það á ábyrgð rík­is­sátta­semj­ara, og á ábyrgð fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins, að gera okk­ur það mögu­legt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert