Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að niðurstaðan í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna, sem verður kynnt kl. 13:30 sé ánægjuleg. Hann segir, að „langflestir geta lækkað húsnæðislán sín um 20% með því að fá niðurfærslu og skattaafslátt.“
Þetta skrifar Bjarni á facebooksíðu sína.
Í grein sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skrifar í Morgunblaðið í dag kemur fram, að bein lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni sé að meðaltali um 1,3 milljónir króna. Í dag verða niðurstöður leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum kynntar og á morgun verða niðurstöðurnar birtar 69 þúsund heimilum á heimasíðu verkefnisins, leiðrétting.is.