Gallsúr snjór við gosstöðvarnar

Gasmóðu leggur frá eldgosinu í Holuhrauni.
Gasmóðu leggur frá eldgosinu í Holuhrauni. mbl.is/RAX

Snjór sem fell­ur við eld­stöðvarn­ar í Holu­hrauni og nokkuð frá þeim er gallsúr. Hluti brenni­steinst­víoxíðs (SO2) frá gos­inu mynd­ar brenni­steins­sýru til­tölu­lega hratt.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sig­urður Reyn­ir Gísla­son, jarðefna­fræðing­ur við HÍ, að sýru­stig í snjón­um hefði mælst al­veg niður í pH 3,2. Eðli­legt pH-gildi úr­komu er 5,6. Sýr­an í úr­kom­unni er því um hundraðfalt meiri en við eðli­leg­ar aðstæður.

Úrkoma frá veður­at­hug­un­ar­stöðvum hef­ur og verið at­huguð og hef­ur hún einnig reynst vera miklu súr­ari en venju­lega svo langt sem til Horna­fjarðar. Sig­urður kveðst hafa áhyggj­ur af því að brenni­steins­sýra safn­ist upp í snjón­um gjósi áfram. Meng­un­in sit­ur utan á snjó­kristöll­un­um og er það fyrsta sem losn­ar þegar snjóa leys­ir. Fyrsta leys­inga­vatnið gæti því orðið mjög súrt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Wil­helm Em­ils­son: Mynd
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert