Gallsúr snjór við gosstöðvarnar

Gasmóðu leggur frá eldgosinu í Holuhrauni.
Gasmóðu leggur frá eldgosinu í Holuhrauni. mbl.is/RAX

Snjór sem fellur við eldstöðvarnar í Holuhrauni og nokkuð frá þeim er gallsúr. Hluti brennisteinstvíoxíðs (SO2) frá gosinu myndar brennisteinssýru tiltölulega hratt.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður Reynir Gíslason, jarðefnafræðingur við HÍ, að sýrustig í snjónum hefði mælst alveg niður í pH 3,2. Eðlilegt pH-gildi úrkomu er 5,6. Sýran í úrkomunni er því um hundraðfalt meiri en við eðlilegar aðstæður.

Úrkoma frá veðurathugunarstöðvum hefur og verið athuguð og hefur hún einnig reynst vera miklu súrari en venjulega svo langt sem til Hornafjarðar. Sigurður kveðst hafa áhyggjur af því að brennisteinssýra safnist upp í snjónum gjósi áfram. Mengunin situr utan á snjókristöllunum og er það fyrsta sem losnar þegar snjóa leysir. Fyrsta leysingavatnið gæti því orðið mjög súrt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka