Gönguskarðsárvirkjun við Sauðárkrók endurbyggð

Stöðvarhús Gönguskarðsárvirkjunar á Sauðárkróki.
Stöðvarhús Gönguskarðsárvirkjunar á Sauðárkróki. mbl.is/Björn Jóhann

Verkefnislýsing vegna skipulagsgerðar og umhverfismats vegna endurbyggingar Gönguskarðsárvirkjunar við Sauðárkrók hefur verið kynnt í sveitarstjórn Skagafjarðar.

Fyrirtækið Íslandsvirkjun hyggst leggja nýja lögn og nýtt stöðvarhús ofan við gömlu brúna á Gönguskarðsánni. Ætlun fyrirtækisins, sem stofnað hefur dótturfélagið Gönguskarðsárvirkjun ehf., er að framleiða raforku inn á dreifikerfi RARIK.

Í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag segir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, að fyrir liggi samkomulag við Íslandsvirkjun um kaup á stíflumannvirki og leigu á vatnsréttindum til næstu 40 ára. Aðeins er eftir að skrifa undir samninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert