Hluti situr eftir með sárt ennið

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Kristinn

Hluti fólks fær kærkomna úrbót á sínum málum, hluti þess fær framlag sem það hefur ekki beina þörf fyrir og hluti þess situr eftir með sárt ennið þegar niðurstaða umsókna landsmanna um leiðréttinguna liggur fyrir.

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í samtali við mbl.is eftir fundinn í dag.

Hún sagðist að ekki hefði margt nýtt komið fram á fundinum, þá sér í lagi ekkert sem breytti skoðun hennar á því að leiðréttingin sé röng forgangsröðun, frekar eigi að greiða niður skuldir ríkissjóðs.

Frétt mbl.is: Greiðslubyrði lækkar um 15%

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert